Greinar um: Fyrirtæki

Rafræn undirskrift (pay-per-use)

Stakar undirskriftir á rafrænu formi eru frábær lausn fyrir smærri fyrirtæki og aðila sem aðeins þurfa endrum og sinnum að gera ráðningarsamning við nýtt starfsfólk.

Þú greiðir einfaldlega fyrir notkunina í hvert skipti fyrir sig í stað þess að kaupa áskrift að þjónustunni.

PDF er allt sem þarf



Til að senda skjöl í rafræna undirskrift þarf að hlaða þeim upp á PDF-formati.

Opnaðu skjalið sem þú þarft að láta undirrita og breyttu því í PDF-skjal. Þú finnur leiðbeiningar um hvernig það er gert í ritvinnsluforritinu þínu hvort sem þú notar Word, Google Docs eða önnur forrit.

Sækja og senda



Merktu umsækjanda sem ráðinn og veldu svo PDF-skjölin sem þú vilt senda nýja starfsmanninum til rafrænnar undirskriftar. Þú getur sent allt að 5 skjöl til undirritunar við hverja ráðningu.

Velja tegund undirskriftar



Hægt er að velja þrjár tegundir undirskrifta til auðkenningar á undirritun skjala:

Með rafrænum skilríkjum
Með símanúmeri og netfangi
Með netfangi

Einfalt og öruggt



Rafræn undirskrift er einföld og örugg leið til að skrifa undir ráðningarskjöl sem krefjast þess að bæði vinnuveitendur og starfsfólk staðfesti samninga sín á milli.

Alfreð sendir PDF-skjölin í gegnum Taktikal til rafrænnar undirritunar. Báðir aðilar ráðningarsamningsins fá skjölin í tölvupósti og skrifa undir rafrænt.

Þú þarft ekki að prenta, skanna eða póstleggja neitt og sparar þannig bæði tíma og peninga.

Uppfært þann: 19/02/2025

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!