Greinar um: Fyrirtæki

Stutt auglýsing

Stutt auglýsing miðar að því að koma helstu upplýsingum hratt og örugglega til skila.

Ný auglýsing



Smelltu á Ný auglýsing takkann undir Auglýsingar í umsjónarkerfinu.

Veldu prófíl sem á að tengjast auglýsingunni.
Ef fyrirtækið er bara með einn prófíl er hann sjálfkrafa valinn.
Ef þú hefur ekki stofnað auglýsingu áður eða vilt búa til nýjan vinnustaðaprófíl byrjar þú á því að skrá helstu upplýsingar um vinnustaðinn (nafn, lógó og lýsingu).

Skref 1: Búa til auglýsingu



Veldu Stutt auglýsing efst og haltu svo áfram að fylla út auglýsinguna.



Fylltu inn nauðsynlegar upplýsingar um starfið.


Myndefni í auglýsingu: veldu hvaða mynd birtist efst í auglýsingunni og hvernig auglýsingin birtist þegar þú eða aðrir deila auglýsingunni á samfélagsmiðlum.
Titill auglýsingar: Settu inn lýsandi starfstitil.
Starfslýsing: Skrifaðu starfslýsingu. Þú getur einnig bætt við nýjum flokki með þínum titli og texta.
Tungumál: Að merkja starfsauglýsingu með tungumálakunnáttu hjálpar umsækjendum að sjá hvaða hæfnisviðmið þarf að uppfylla.
Starfsstöð: Hvar er starfið staðsett?
Starfstegund: Fullt starf, hlutastarf, o.s.frv.
Starfsmerkingar: Veldu 1-5 starfsmerkingu. Alfreð sendir öllum notendum sem vakta þessar starfsmerkingar skilaboð um að starfið sé laust.

Skref 2: Birtingatími og úrvinnsla



Hvernig viltu taka á móti umsóknum?


Veldu hvort þú viljir taka á móti umsóknum í gegnum Alfreð eða með vefslóð.

Ef þú velur að nota Alfreð þá getur þú tengt aukaspurningar við auglýsinguna.

Birtingartími og úrvinnsla


Veldu dag til að birta auglýsinguna og umsóknarfrest. Athugið að ef umsóknarfrestur er valinn er ekki æskilegt að stytta hann eftir á. Sé enginn umsóknarfrestur valinn má taka auglýsingu úr birtingu hvenær sem er.

Úrvinnslutími: Alfreð upplýsir umsækjendur um áætlaðan úrvinnslutíma.

Skref 3: Aukaþjónusta



Síðasta skrefið - hér er hægt að kaupa aukaþjónustu áður en þú heldur áfram í birtingu.


https://alfred.is/

Uppfært þann: 21/10/2024

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!