Sviðsljós
Sviðsljós færir þér og þínum vinnustað/starfsauglýsingu mesta sýnileika sem í boði er hjá Alfreð.
Auglýsingaborðinn birtist í sjö daga á besta stað, milli nýjustu starfanna á Alfreð.
Sviðsljós er því áberandi hagkvæm leið til að kynna vinnustaði og störf og laða að hæfileikaríkt starfsfólk.
Upplausn: Minnst 970x250 pixlar
Birtingartími: 7 dagar
Verð: 49.900 kr. + vsk.
Alfreð mælir með því að velja myndefni í góðri upplausn sem lýsir starfinu eða vinnustaðnum sem best.
Hvernig kem ég starfsauglýsingu í Sviðsljós?
Búðu til auglýsingu eða veldu auglýsingu í birtingu sem þú vilt koma í Sviðsljósið. Þar er í boði Aukaþjónusta og undir henni má velja Sviðsljós til að auglýsa starfið. Athugið að þetta Sviðsljós hættir að birtast ef viðkomandi starfsauglýsing er tekin úr birtingu.


Hvernig kem ég vinnustað í Sviðsljós?
Í stikunni efst ferðu í Vinnustaðaprófílar og smellir á hnappinn Kaupa meiri sýnileika á Alfreð undir vinnustaðaprófílnum sem þú vilt auglýsa. Alfreð mælir með því að fylla vel út í prófílinn og uppfæra helstu upplýsingar um vinnustaðinn fyrir birtingu í Sviðsljósi.

Veldu mynd sem lýsir þínum vinnustað vel. Ef þú vilt skipta um prófíl getur þú gert það í Vinnustaðaprófíll fellilistanum.

Til að skoða hvernig Sviðsljósið mun birtast á milli nýrra starfa á Alfreð getur þú smellt á Forskoða í efra hægra horninu.
Þegar Sviðsljósið er tilbúið til birtingar getur þú smellt á Kaupa í neðra hægra horni.
Sjá nánar um Sviðsljós
Uppfært þann: 01/02/2024
Takk fyrir!