Greinar um: Fyrirtæki

Tenging við H3 kerfi Advania

Með H3 kerfistengingunni í Alfreð getur þú óskað eftir upplýsingum um launareikning, stéttarfélag, lífeyrissjóð o.s.frv. þegar þú merkir umsækjenda sem ráðinn. Þá eru upplýsingarnar fluttar sjálfkrafa yfir í mannauðskerfi H3.


Að tengjast H3


Til þess að tengjast H3 þarf að útvega tengislóðina, notendanafn og lykilorð úr H3. Þegar þær upplýsingar eru komnar má senda tengislóðina á alfred@alfred.is til að hægt sé að samþykkja hana í kerfinu. Þegar það er komið fáið þið sendan hlekk til að fylla út tengiupplýsingarnar og virkja tenginguna í Alfreð.


Að færa umsækjanda yfir í H3


  1. Merkja umsækjanda sem ráðinn og óska eftir ráðningarupplýsingum.


  1. Eftir að umsækjandi hefur sent inn upplýsingar þá er smellt á áfram takkann við H3 - Mannauðskerfi Advania.



  1. Næst þarf að fylla út í alla stjörnumerkta reiti og senda svo upplýsingarnar áfram í H3.


Verð

  • Tengi- og uppsetningargjald sem miðast við 4 tíma af útseldri vinnu.
  • Mánaðargjald fyrir tenginguna við Alfreð er 3.500 kr. + vsk.

Uppfært þann: 12/09/2025

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!