Greinar um: Fyrirtæki

Tenging við Tímon

Tenging við Tímon flýtir fyrir skráningu á nýráðnu starfsfólki með flutningi gagna úr umsjónarkerfi Alfreðs.

Að tengjast Tímon


Til þess að setja upp tengingu við Tímon þarf að hafa samband við Trackwell (info@trackwell.com) og fá aðgangsupplýsingar; slóð, notendanafn og lykilorð.

Einnig þarf að hafa samband við Alfreð (alfred@alfred.is) til að klára uppsetninguna.

Að færa umsækjanda yfir í Tímon


Merkja umsækjanda ráðinn

Velja að flytja gögn yfir í Tímon.



Fylla inn upplýsingar.

Nafn og netfang umsækjanda flytjast sjálfkrafa yfir og kennitala fyllist sjálfkrafa út.

Gögn sem hægt er að setja inn í Umsjón til þess að flytja yfir: Upphafsdagur, kennitala, hópur, sjálfgefið verkefni og starfsheiti.



Verð


Mánaðargjald fyrir tenginguna við Alfreð er 3.500 kr. + vsk.

Uppfært þann: 29/05/2024

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!