Greinar um: Fyrirtæki

Tungumál í hæfniskröfum

Bæta við tungumálakunnáttu á auglýsingu



Að merkja starfsauglýsingu með tungumálakunnáttu hjálpar umsækjendum að sjá hvaða hæfnisviðmið þarf að uppfylla.

Veldu þau tungumál sem þarf í starfið ásamt getustigi.

Veldu hvort tungumálið sé nauðsynlegt eða valkvætt. Nauðsynlegt þýðir að ekki er hægt að sækja um starf nema uppfylla tungumálakunnáttu.



Ef starfið krefst ekki sérstakrar tungumálakunnáttu er hægt að haka í þann valkost.


Kröfur um æskilega tungumálakunnáttu sjást þar með skýrt á auglýsingunni.



Sía eftir tungumálakunnáttu



Í úrvinnsluborðinu er hægt að sía umsækjendur eftir tungumálakunnáttu og lágmarkshæfni og greina hvaða umsóknir uppfylla hæfnisviðmið starfsauglýsingarinnar.



Að búa til auglýsingu

Uppfært þann: 11/11/2024

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!