Greinar um: Fyrirtæki

Unndís

Hvað er Unndís?

Unndís er verkefni á vegum Vinnumálastofnunar þar sem fyrirtæki fá ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd til að taka þátt og virkja krafta fólks sem hingað til hefur átt erfitt með að finna störf við hæfi. 


Fólk sem á erfitt með að vinna í fullu starfi getur blómstrað í hlutastarfi. Frá og með haustinu 2025 verða breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem skapa ný tækifæri fyrir þennan hóp. Þessar breytingar kalla á fjölbreyttara framboð hlutastarfa og þar kemur Unndís til skjalanna. 


Við hjá Alfreð hvetjum fyrirtæki til að kynna sér verkefnið betur hér


Þátttaka fyrirtækja 

Vinnumálastofnun metur stöðu fyrirtækja sem vilja vera með í verkefninu, veitir þeim  ráðgjöf, fræðslu og endurgjöf. 


Alfreð býður þeim fyrirtækjum sem standast kröfur Unndísar hjá Vinnumálastofnun að merkja auglýst störf með starfstegundinni ‘Unndís’ til að auðvelda notendum að finna þau störf falla undir verkefnið.


Hvernig merki ég auglýsinguna mína?

Til að merkja störf sem falla undir verkefnið þá nægir að velja ‘Unndís’ sem starfstegund þegar auglýsingin er stofnuð, eins og við sýnum hér:



Þar með munu notendur Alfreðs eiga kost á að starfstegundina “Unndís” til að sjá öll slík störf í boði.

Uppfært þann: 20/08/2025

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!