Greinar um: Fyrirtæki

Unndís

Hvað er Unndís?


Unndís er verkefni sem hvetur til og aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að taka opnum örmum á móti fólki með mismikla starfsgetu og skapa vinnustaði þar sem allir geta notið sín.


Verkefnið er sett af stað í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi 1. september 2025. Það miðar að því að:

  • Draga úr hindrunum fyrir fólk með mismikla starfsgetu
  • Stuðla að þátttöku á vinnumarkaði, fyrir þau sem vilja og geta



Markmiðið að fá fleiri tækifæri á vinnumarkaði, hvort sem um ræðir fólk: 
  • Með sérfræðiþekkingu sem hefur misst starfsgetu
  • Með þroskahömlun
  • Með geðraskanir 
  • Af öllum stærðum og gerðum.


Fleiri upplýsingar fást hér.


Alfreð bíður umsækjendum og fyrirtækjum að merkja starfsleit og auglýsingar með Unndísi í huga. Með þessu auðveldar þú hvort sem er starfsleit eða starfsauglýsingu þína.



Hvernig merki ég viðurkenninguna Unndís á fyrirtækja aðgang minn?


A) Til þess að merkja viðurkenninguna á fyrirtækja síðuna þá er farið í: 

‘Vinnustaðarprófílar’ > ‘Breyta’ fyrir tiltekinn prófíl > ‘Viðurkenningar og vottanir’.


B) Hér er svo valið viðurkenninguna sjálfa.



C) Nú birtist viðurkenningin á yfirlitssíðu fyrirtækisins:



Hvernig merki ég auglýsinguna mína?


Til þess að merkja auglýsingu með starfstegundinni ‘Unndís’ er farið í ‘Starfstegund’ og merkt viðeigandi tagg í uppsetningarferli auglýsingarinnar.




Uppfært þann: 17/07/2025

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!