Greinar um: Fyrirtæki

Úrvinnslutími

Stilla þarf áætlaðan úrvinnslutíma við gerð auglýsinga.

Þegar umsóknarfresti lýkur eða auglýsingu er lokað tekur við úrvinnsla á umsóknum. 

Fá umsækjendur upplýsingar um úrvinnslutímann?



Umsækjendur fá skilaboð frá Alfreð þegar auglýsingarnar fara í úrvinnslu (sjá mynd).

Að úrvinnslutíma loknum verður auglýsingum lokað sjálfkrafa og umsækjendur fá skilaboð um að úrvinnslu sé lokið (sjá mynd).

ATH! Umsækjendum sem hafa nú þegar verið hafnað eða boðið í viðtal fá ekki skilaboð um að úrvinnslu sé lokið.



Þarf að velja áætlaðan úrvinnslutíma?



Já, við gerð auglýsingar þarf að áætla þann tíma sem þú telur að úrvinnsla umsókna muni taka. Gáðu að því að hægt er að breyta áætluðum úrvinnslutíma á meðan auglýsingin er virk. Þetta er gert með því að fara í Breyta á auglýsingunni > Birting og úrvinnsla.

Framlengja úrvinnslutíma



Þegar úrvinnsla er hafin er hægt að framlengja úrvinnslutíma. Þetta er gert í úrvinnsluborðinu með því að smella á Úrvinnsla efst í hægra horni > Framlengja úrvinnslu. Hægt er að framlengja úrvinnslu um 1 viku í senn 3 dögum áður en úrvinnslu lýkur.

Ekki er hægt að framlengja úrvinnslutíma þegar úrvinnslu er lokið.

Uppfært þann: 14/07/2023

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!