Síur í úrvinnsluborði
Úrvinnsluborð Alfreðs býður upp á síur sem auðvelda flokkun umsókna.
Síurnar eru aðgengilegar lengst til vinstri í Úrvinnsluborðinu.
Óvirkar umsóknir og umsóknir með Ný skilaboð
- Hakaðu í Óvirkar umsóknir til að sjá umsóknir sem hafa verið hafnaðar eða dregnar til baka.
 - Hakaðu í Ný skilaboð til að sjá umsóknir með ólesnum skilaboðum.
 

Tungumál
Hægt er að sía eftir tungumálakunnáttu sem umsækjendur eru með á prófílnum sínum. Valin er lágmarkshæfni fyrir tungumálið/n.

Aldur
Sýnir umsækjendur sem passa við lágmarksaldur sem er valin.

Hæfni
Sýnir umsækjendur sem gáfu sér einkunn á þeim skala sem er valinn. Hægt er að draga punktana til að velja einkunnaskala.

Aukaspurningar
Ef auglýsingin var stofnuð með aukaspurningu/m er hægt að sía út umsóknir hér eftir því hvernig umsækjendur svöruðu.
Ath. ekki er hægt að sía eftir eru spurningum sem bjóða upp á frjálst textasvar (opin spurning).

Menntun
Hægt er að sía eftir menntun sem er skráð á prófíl umsækjenda. Ath. ekki er um að ræða hæsta menntunarstig. Umsækjendur birtast út frá þeirri menntun sem skráð er á prófílnum þeirra.

Dagur umsóknar
Til að sía eftir dagsetningu umsóknir, sjá t.d. þær sem bárust síðasta sólarhringinn.

Hæfnismat
Ef hæfnismat er bætt við á auglýsinguna er hægt að sía umsækjendur eftir einkunn úr hæfnismati.
Uppfært þann: 04/07/2025
Takk fyrir!
